08 March 2015

Baðherbergisborð með öllu tilheyrandi fékk að fjúka fyrir nýtt :)


Það hefur verið á dagskrá nokkuð lengi að henda út
 rúmlega 11 ára gömlu baðherbergisborði,
 en eitthvað teygðist á framkvæmdunum þar sem illa
 gekk að finna smið til verksins.

Einn daginn fékk ég nóg af biðinni, 
enda þarf allt hjá mér að gerast í gær!
Ég tók þá ákvörðun að gera þetta bara sjálf 
og kom það mér á óvart hve auðvelt verkið var.

Svona leit borðið út fyrir breytingar og....

svona leið skápurinn út fyrir ofan borðið.  

Ég grunnaði og lakkaði yfir tvær umferðir með svörtum lakki.

 Þemað er svart/hvítt.
Eins og svo oft áður þá var ekki langt í rafmagnsteipið mitt.
Hér hef ég teipað höldurnar til vinstri, 
þær til hægri fengu svo sömu meðferð.

 Fékk þennan vask á slikk í Húsasmiðjunni og þá meina ég SLIKK! 
Heilar 5900 kr takk fyrir!


Blöndunartækið kemur frá Ikea. 

Þeir í Fanntófelli söguðu borðplötuna niður eftir máli,
en ég þurfti að líma niður plastkant á hliðina
 til að hylja sárið sem myndaðist við skurðinn.

Spegillinn var í sama lit og skápurinn áður.
Ég fór ekki út í það að lakka hann svartann
 heldur teipaði með rafmagnsteipinu góða :)

Lýsingin kemur líka frá Ikea.
Til að þurfa ekki að bora í flísarnar þá setti ég festingu
 úr járnplötum á bakhlið spegilsins. 
Frábær birta sem kemur af þessari dásemd :)


Kökustandurinn góði frá Rúmfó í snyrtilegu hlutverki.

Í þessu nestisboxi eru blautklútar.
Ég limdi svarta filmu á hliðarnar og ofan á.

Óbreyttir skápar fyrir ofan klósettið sjálft.

Glerhillur frá Ikea fyrir ofan baðkarið, vírkarfa frá Tekk :)

Allt annað útlit á "tojlettinu" og bara svo mikið skemmtilegra
 að hugsa þunga þanka þar núna :)





No comments:

Post a Comment