Eins og svo margir þá á ég tröppu frá Ikea.
Fyrir mörgum árum síðan hvíttaði ég tröppuna
en langaði alltaf til að líma teiknimyndasögu á þrepin.
Þetta var á "TO DO" listanum í alltof langan tíma,
en síðustu helgi þegar ég fór í bústað
þá tók ég þrepin með og bara kláraði verkefnið :)
Trappan fyrir yfirhalningu ;)
Þrepin farin af.
Það var engin þörf á að taka lakkið af sem var á fyrir.
Ég byrjaði á að klippa niður blaðsíðurnar,
ekki of litlar einingar heldur skipti ég hverri blaðsíðu í tvennt til þrennt.
Siðan raðaði ég myndunum á þrepið og hætti ekki fyrr en ekkert sást í viðinn.
Til að ekki kæmi þykkt lag að lakki undir myndunum
þá strikaði ég ca fyrir hverri mynd fyrir sig.....
.....og lakkaði innan merkingarinnar svo......
... lakkaði ég bakhlið myndarinnar og límdi niður á þrepið.
Passa að ekki myndist loft undir með því að strjúka yfir með fingri eða tusku.
Svo límdi ég hverja mynd ofan á hver aðra.
Til að ekki sæist í viðinn þá límdi ég hvern bút ca.1 cm ofan á þá sem var undir.
Ég lét myndirnar ná niður fyrir brúnirnar og ca 1 -2 cm undir þrepið.
Að lokum lakkaði ég tvær umferðir yfir með gólf eða parketlakki.
Lakkið verður að vera sterkt til að þola að stigið sé á það í skóm :)
Fannst trappan soldið "föl" en nennti ekki að mála hana
svo ég límdi nokkra fleti með málningarteipi.
Ég er að hugsa um að gera aðra og hafa hana þá svarta.
Tilvalið náttborð í unglingaherbergið!
No comments:
Post a Comment