Allt sem ég geri kemur í skorpum,
verð eiginlega heltekin eins og listamaður hehe :)
Þá geri ég margt í einu og svo kannski ekkert í langan tíma.
Núna langar mig að sýna ykkur skemmtilega aðferð til að skreyta luktir, kerti og fl.
Allt sem þarf er útprentuð mynd á LASER prentara....
..... lím .....
... pensil ....
... hárblásara og .....
..... svamp.
Farið nákvæmlega eftir aðferðinni sem Föndra kennir.
Ég set hér inn link á aðferð sem svínvirkar og er auðveld.
(foto tranfer potch)
http://www.fondra.is/leiethbeiningar.html
Ég bætti einu við sem er ekki á leiðbeiningunum.
Það er efni sem Martha Stewart framleiðir og lítur svona út.
Þessu penslaði ég yfir myndina, svona til að fá "frosting" eða matta áferð.
Lampinn fyrir....
og eftir :)
Falleg lýsing og öðruvísi ;)
Langar að lokum að sýna ykkur hvað ég er með á prjónunum.
Þessa keypti ég í Ikea á 1250 kr.
Það eru fjögur gler á luktinni sem hægt er að losa frá
og setja myndir á, t.d. af börnunum ykkar,
dýrunum eða googla vintage myndir á netinu til að prenta út.
Ég ætla svo að hafa svona kerti innan í, finnst það snytilegra.
Þá lekur ekki vax út um allt.
Eigið annars góðan óveðursdag elskurnar ;)
No comments:
Post a Comment