Við keyptum forláta tréstól af ljósmyndara fyrir einhverju síðan.
Bara einn stól sem er líklega frá nítjánhundruð og eitthvað hehe ;)
Hann var að fara á límingunni svo við neyddumst til að taka hann
í sundur og kom þar Svenni vinur okkar sterkur inn í að rétta okkur hjálparhönd.
Ég vil taka það fram að hann var soldið mikið fjarska-fallegur,
það var alveg kominn tími til að þrífa hann og pússa upp,
svo var hann líka rammskakkur ;)
svo var hann líka rammskakkur ;)
Before og svo sundurtekinn að hvíla lúnar spýtur í hægindastól.
Búin að pússa allt og næst í stöðunni var að.....
....bæsa hann svartann.
Hefði svo sem líka getað málað hann en ég átti bæsinn til.
Hér er ég búin að kalkmála, en til að fá vintage look
þá pússa ég með sandpappír yfir
(sjá hægra megin á efri mynd)
Eftir pússningu kemur dökki liturinn í ljós :)
Og mér fannst við hæfi að líma eina rönd á setuna
með blúndu sem ég fékk í Föndru
Ég klippti líka út eina rós úr svartri blúndu
sem ég átti og límdi með töfralíminu mínu.
Að lokum bar ég vax yfir allan stólinn.
Gæruafgangur sem ég átti til smellpassar
á stólinn og nýji jólasveininn líka.
Já ég er að springa úr stolti.
Enn eitt barnið fætt og það líka svona FALLEGT!
No comments:
Post a Comment