Háir kertastjakar bæsaðir svartir
Sko......
ég átti leið í Söstrene Grene fyrir nokkrum vikum og sá þar kertastjaka.
Ekkert sérstaka nema fyrir hvað lögunin er falleg.
Ég sá þá alveg fyrir mér svarta svo auðvitað fóru þeir heim með mér :)
Við tók ekkert flókið ferli.
Bæs átti ég til í skápnum og vax sem ég bar yfir eftir tvær umferðir.
Hér eru þeir komnir á DIY bakkann sem ég hef áður sýnt ykkur.
Við uppröðun á bakka finnst mér alltaf fallegt
að hafa eitthvað hátt með lágum skrautmunum.
Ég er alveg að elska kertakúpulinn sem er líka þarna,
lýsingin er alveg ómótstæðileg freisting fyrir augað
þegar kveikt er á sprittkertinu undir.
No comments:
Post a Comment