Held ég hafi aldrei farið eins oft í Kolaportið og Rauðakross-búðir og undanfarnar vikur.
En leit mín bar árangur og ætla ég að sýna ykkur brot af því sem
ég hef verið að bralla og bæti svo inn því sem seinna verður gert.
Þessar sparibuxur voru falar fyrir heilar 500 kr!
Það eina sem ég gerði var að halda faldinum og loka fyrir hinn endann,
bjó til einhverskonar vasa :)
Ég notaði báðar skálmarnar en hafði þær mislangar.
Svo klæddi ég púðann í aðra skálmina.....
....og hina skálmina yfir þá fyrri.
Skreytti með tölum og málið dautt!
En þar sem enn var afgangur af buxunum þá bjó ég til tvo púða :)
Í Kolaportinu fann ég hneppta peysu (gollu) sem kostaði líka heilar 500 kr!
Því miður gleymdi ég að taka mynd af henni before.
Eftir miklar pælingar ákvað ég að stroffið væri
fallegast til að hafa sem front á púðanum.
fallegast til að hafa sem front á púðanum.
Ég saumaði púðann þannig að engir saumar sjáist og
enginn er rennilásinn, heldur hef ég gert nokkurs konar "vasa",
þannig að efnið undir stroffinu nær út á enda og stroffið fer svo yfir.
Fyrir möööörgum árum keypti ég mér vandað pils.
En eitthvað hefur mér þótt gott að borða eða pilsið minnkað.
Allavega hef ég ekki passað í það alltof lengi.
En af einhverjum ástæðum þá geymdi ég það,
sem ég er annars ekki vön að gera
Ég klippti það í sundur, og saumaði saman
þannig að ein lengja myndaðist.
Á bakhlið púðans saumaði ég "vasa".
Þar kom ég tróðinu fyrir sem ég keypti í Góða Hirðinum á 100 kall.
Fallegur....ekki satt?
Fyrir möööörgum árum keypti ég mér vandað pils.
En eitthvað hefur mér þótt gott að borða eða pilsið minnkað.
Allavega hef ég ekki passað í það alltof lengi.
En af einhverjum ástæðum þá geymdi ég það,
sem ég er annars ekki vön að gera
Ég klippti það í sundur, og saumaði saman
þannig að ein lengja myndaðist.
Á bakhlið púðans saumaði ég "vasa".
Þar kom ég tróðinu fyrir sem ég keypti í Góða Hirðinum á 100 kall.
Fallegur....ekki satt?
GLÆSILEGT!
ReplyDelete