Ef þið eigið Ribba myndaramma frá Ikea
sem þið hafið ekki lengur not fyrir þá er lítið mál að breyta
þeim í bakka eins og ég gerði núna um helgina.
Ég tiltek sérstaklega þessa tegund af römmum því þeir eru djúpir,
en auðvitað er hægt að nota aðrar tegundir....bara að dýptin sé næg.
Fyrsta verkið var að taka allt innvolsið úr, þá komu svona pinnar í ljós.
Fjarlægði pinnana með töng og.....
.....málaði rammana með grunnal, eina umferð.
Síðan pússaði ég með sandpappír nr. 120
þar til svarti liturinn kom undan á nokkrum stöðum.
Klippti til efni sem ég átti til,
annars er þetta líka til í blómabúðum og Litir og föndur.
Ég freistaðist líka til að kaupa marmaralímmiðarúllu í Bauhaus.
Ég á allan þann búnað sem þarf til bútasaums og kom
það sér vel til að skera límmiðann eftir máli,
en auðvitað er hægt að nota bara reglustiku og skæri.
Fysti bakkinn tilbúinn.
Ég semsagt límdi límmiðann utan á og innan í,
setti tvo liti af efninu ofan á botninn og glerið ofan á efnið.
Á þessum bakka sleppti ég að pússa nema efst, enda huldi límmiðinn allt.
Kemur vel út og marmaraáferðin eins og alvöru :)
Þennan gaf ég í 50 ára afmælisgjöf núna um helgina.
Svartur bakki kemur líka vel út.
Í þannan klippti ég til scrap-pappír (stafirnir) sem ég átti.
Æðislegur til skírnargjafa fyrir stelpu.
Það er endalaust hægt að leika sér með útfærslur og þessi fékk blúndu :)
Blár einlitur pappír undir hvítu efni er geggjaður!
Allir samankomnir nema einn.....sá sem fékk nýtt heimili í gær :)
Jebb, þetta er ekki erfiðara en svo að ég "framleiddi" 8 stk. á hálfum degi
og á enn nóg af römmum til að halda áfram :)
Æði, takk fyrir að sýna okkur/deila :)
ReplyDeleteþú ert snillingur ;)
ReplyDelete