29 July 2014

Enn einn skermurinn fær upplyftingu


María Mist átti lampa sem fór alltaf í mínar fínustu vegna þess hve ber mér þótti hann.
  Þá var ekkert annað að gera en að breyta honum þar til hann féll mér í geð :)

Svona leit lampinn út fyrir breytingu.

Ég mældi hve mikið blúnduefni ég þurfti og myndaði hring. 
 Þá tyllti ég efninu saman og klæddi skerminn í.
  Engin saumavél ;)

Penslaði brúnirnar með Mod Plodge lími.....


...og þegar límið þornaði leit þetta svona út.

 Virka seldi mér svona spaghetti-blúndu sem ég límdi á neðri brúnina....

og aðra á efri brún.

 Ég elska þegar ég finn hlutverk fyrir litlu hlutina.
Sigrún dóttir mín gaf mér þessa herramenn til að merkja vínglös 
en þeir fá að klifra upp lampann þangað til næsta partý verður ;)


Vitiði að ég og María Mist erum MEGA sáttar við nýja lampann :)
Takið eftir náttborðinu! 
Okkur fannst hvíti litur borðsins ansi líflaus.  
Á útsölu Ikea fékkst þessi diskamotta úr plasti
 sem smellpassaði ofan á og nú er heildarlúkkið "móðins"





27 July 2014

Annað brettaborð, en núna bara lítið


Það er alveg með ólíkindum hvað maður getur dregið sumt á frest!
Munið þið þegar ég gerði sófa-brettaborðið? (sjá færslu frá því í febrúar 2013)
Þá var ég komin með eitt lítið í geymsluna
 en kom mér ekki til að gera neitt við það
 fyrr en núna í sumar þegar ég fór í bústað.
 Þá tók ég brettið með mér og dundaði mér við
 að pússa og var bara enga stund að því ;)
Reyndar endurheimtaði "litla" dóttlan gamla herbergið sitt
 og var það hvati til að klára verkið.


Ég notaði nákvæmlega sömu aðferð og á fyrra borðinu
 nema að ég notaði lítinn juðara,
 þennan með þríhyrndum sandpappír.

 Ég málaði brettið með svarti innanhússmálningu, festi dekkin undir og ......


.....stenslaði setninguna "Je t'aime abeille Maya"
 sem þýðir "ég elska þig Maja býfluga",
en býfluga er gælunafnið hennar hér innan veggja heimilisins  hehe ;)



Sko, þetta er ekki meira mál en svo að það tók enga stund í framleiðslu
.....þegar ég kom mér í gírinn :)






08 July 2014

Breyting á skermi frá Góða hirðinum


Ég fer stundum í Góða hirðinn í Fellsmúla.
 Fæ alveg jafn mikið út úr því eins og að fara á kaffihús,
 frábært mannlíf af allskonar fólki í misjöfnum erindagjörðum.


Í vetur fann ég tvo litla skerma. 
 Þeir kostuðu slikk og ég keypti þá án þess að hafa
 hugmynd um hvað ég ætlaði að gera við þá ;)


Svoooo komst smá gló í kollinn minn og út spratt frábær hugmynd.  
Að setja sprittkerti ofan í vínglös og skermana yfir!

 Gömul hvítvínsglös fundust í "spariskápnum"......

.......ég fann líka smá blúnduafganga, lagði ofan á fætur og penslaði yfir með lími.
Þegar límið var þornað klippti ég blúnduna til.



Þá var komið að skermunum sjálfum.
 Ég reif ytri borðana, þá komu í ljós innri borðar sem fengu líka að fjúka :)
Því næst málaði ég yfir skermana með svörtum lit og þurrkaði strax yfir.
  Það sést ekki vel á myndunum en við þetta fékk ég flottan blæ
 sem átti eftir að passa vel við borðanan sem ég setti á síðar. 

 Hér er ég búin að líma einhverskonar borða sem fékkst í Virku í sárið, 
batt silkiborða yfir efnið oooog .......

......lagði skerminn yfir glasið og.....

.......tilbúnir!
Verst að ég get ekki sýnt ykkur hve falleg birta
 kemur þegar kveikt er á kertunum :)