06 April 2014

Hjónaherbergið


Við snerum hjónaherberginu við um daginn hehe, eða þannig.  
Settum eininguna sem var höfðagafl á vegginn á móti.  
Kristján átti hugmyndina af þessu og kom miklu betur út :)

Svona leit herbergið út fyrir allmörgum árum.....

....og svona fyrir nokkrum mánuðum.
Þarna hef ég losað mig við rimlagluggatjöldin og sett rúllugluggatjöld í staðinn.
Veggurinn orðinn svartur og listaverk sem var gjöf
 frá Grími Marinósyni komin upp á vegg.
Rammarnir fjórir t.h. voru málaðir svartir í stíl við
 vegginn og ég stenslaði orðin á stóra vegginn.


Núna er gaflinn til fóta en samt bil á milli rúmsins og gaflsins.
Svarti veggurinn er alveg eins og á fyrri myndinni, 
nema að rúmið er komið alveg upp að veggnum.
 
Hjartamyndin er gjöf frá Kristjáni til mín.
Skermarnir á lömpunum, sem ég hef sýnt áður, eru með álímdri blúndu.
Músahjónin hef ég átt í 25 ár.

Hundurinn Langi Mangi er gjöf til mín frá Kristjáni.


Stóri að passa litla.

Gjafir frá Kristjáni.
Hljóma eins og biluð plata, en þessi elska kann sko alveg að gleðja mitt hjarta <3

Búkki frá Ikea geymir rúmteppið og púðana.

Notum kolla sem náttborð og gæran setur punktinn yfir I-ið ;)


No comments:

Post a Comment