Það er ógó sniðugt og þægilegt að vera með sæti í forstofu til að tilla sér á þegar maður er að koma sér í skóna. Ég bjó til eitt slíkt úr málningafötu.
Fyrst blikkaði ég starfsmann í málningaverksmiðju
sem seldi mér eina tóma 20 lítra fötu um 38 cm há.
Eftir að hafa grunnað með Grunnal, spreyjaði ég nokkrar umferðir með lakki.
Eftir þó nokkuð grams í efnaskúffunni minni fann ég þetta líka fína gallaefni.
Ég lagði það ofan á lokið og penslaði yfir með Mod Podge líminu mínu góða.
Þá fór ég aftur að gramsa og fann þessa breiðu blúndu úr teygjuefni.
Ég hafði lengdina á efninu helmingi minni en ummál hringsins
og hafði efnið tvöfalt svo ekki sæist í málminn í gegn.
Ég límdi blúnduna bara á brúnina.....
....en hafði laust frá annars staðar eins og myndin sýnir.
Ég er að segja ykkur það, að þar sem pláss er lítið
eins og í litlum forstofum er svona tunna mjög "praktísk".
Hægt er að kaupa kringlótta litla sessu í Ikea
og setja ofan á fötuna þannig að hún fari undir blúnduna.
Svo er þetta líka fína geymslupláss innan í fötunni/tunnunni.
Góða helgi öll sömul :)
Geggjað! Flott að fá svona stóra tunnu:)
ReplyDeleteBara flott og ... hugsun hjá þér snillingur :)
ReplyDeleteÞú ert snilli :)
ReplyDeleteThis comment has been removed by the author.
ReplyDeleteÆ takk öll :)
ReplyDelete