12 November 2013

Baðkars-planki (DIY)


Í sumar fórum við í feitan sunnudagsbíltúr og heimsóttum til dæmis Þakgil.
  Á leiðinni þangað má sjá rústir Hrafns Gunnlaugssonar frá því
 hann tók upp myndina "Hrafninn flýgur" um árið. 

Ussss ekki hafa hátt um það en ég "fékk lánaða" eina spítu til að föndra úr!

Hér má sjá Mistina hjá rústunum :)




Ég byrjaði á að þurrka spítuna í nokkra daga við stofuhita,
 svona til að hún myndi ekki vinda upp á sig. 
 Síðan sagaði Maggi vinur, spítuna fyrir mig eftir máli.
  Takk Maggi minn :)

Fína pússuvélin mín fékk smá verkefni við að fínpússa .....

 og ég bar tvær umferðir af svartri pallaolíu.





Ég átti nú alveg skilið smá hvítt og froðubað
 fyrir svona flottan baðkars-planka....Er þaggi bara?


07 November 2013

Í gegn um tíðina

 

Kertagerð

Það kom mér á óvart hve auðvelt það er að búa til kerti úr kertaafgöngum.
 Ég bræddi kertastubbana í vatnsbaði og á meðan það var að bráðna límdi ég þráðinn í botninn á glerkrukku /áldós með límbyssu (passa að vaxið ofhitni ekki). Svo hellti ég vaxinu úr pottinum í könnu
 (það er gott að hafa stút, annars fer allt út um allt
 þegar hellt er beint úr pottinum).
 Til að halda þræðinum beinum á meðan vaxið storknaði í krukkunni
 setti ég einnota grillspjót ofan á glasið, eða íspinnaspýtu.
 Prófið líka að setja klaka á víð og dreif í mótin og taka svo kertin úr mótunum.
 Þá verða þau götótt og flott.
 Ég notaði engin sérhönnuð áhöld fyrir kertagerð, 
bara pott sem ég átti í skápnum :o)

Glasa-armur á sófa



 Hér pantaði ég plexigler eftir breidd armsins, bætti ca 1/2 cm við
 og hafði tvær hliðar (ca 10 cm) niður með svo bakkinn haldist á arminum.
 Síðan setti ég eitt orð með rub-on ofan á plexið og annað tók við af því
 þannig að það myndaði heilan stórann "orm" út úr öllu. 
Ef þið skoðið fyrstu stafina sem eru "engillmenningarnótt" þá eru orðin engill-illmenni-menning-menningarnótt o.s.f.v :)
 Að lokum festi ég glerplötu ofan á til að hlífa öllu við rispum með límdoppum.

Lyklar 


Á mínu heimili búa 4. hræður og lyklarnir sem við eigum eru margföld sú tala. Ég sá brilliant hugmynd um daginn að sniðugt
 væri að naglalakka lyklana sem ég og gerði. 
Nú er geymslan með einn lit, heimilið með annan lit o.s.f.v.
 Og til að toppa litagleðina setti ég glimmer yfir naglalakkið áður en það þornaði.

 Bárujárn og veggfóður

Á bak við skápinn límdi ég upp eina lengju af veggfóðri, 
setti svo bárujárn til hliðar og lét hluta af því ná yfir veggfóðrið. 
Hægt er að kaupa bárujárn eftir máli t.d. í Bykó, Húsasmiðjunni
 eða beint af framleiðanda. Margar tegundir og litir eru til.
 Mig langar líka til að benda ykkur á að ef þið finnið skáp í verslun,
 sem ykkur lýst vel á, en of fáar hillur eru í honum, 
þá er lítið mál að láta gera fyrir sig glerhillur eftir máli, 
kaupa tappa í byggingarvöruverslun og bora á þeim stað í skápnum
 þar sem þið viljið bæta við hillum.
 Þetta gerði ég í skápnum á myndinni.

Kertaglös verða kaffibollar

 Kannski á einhver svona, en þessi glös keypti ég með kertum í
 en nota núna sem kaffibolla :o)

Jóla-jóla

 Hugmynd sem ég fékk úr blaði en útfærði örlítið. 
 Flöskurnar fékk ég í Ikea, svo setti ég skrautsteina ofan í hverja flösku,
 mest í nr1. enda lengst að bíða þá o.s.f.v. 
Hengdi tölurnar á og límdi jólaskraut á flöskuna sjálfa.
 Límdi reyndar líka glimmer utan um flöskuhálsinn eftir að ég tók myndina.




28 October 2013

Krúttlegir kertastjakar

Ég geri það alltof sjaldan að fara Laugaveginn....því miður :(  
Ég breytti þó út af vana mínum um daginn og sá þá skemmtilega verslun
 sem heitir Fakó og er á Laugavegi 37.
  Og þar freistaðist ég aðeins úbbbbsss! 
  Ég sem sagt fjárfesti í þremur litlum flöskum. 
 Hehe engin stórkaup svo sem, enda kostaðu þær sama og ekkert.  

 Það sem ég gerði svo var að kaupa límmiða af englum í A4
 og einn metra af borða.  

Ég fyllti flöskurnar af skrautsteinum sem ég fann í Ilvu.
Límdi myndirnar á flöskurnar og batt borðana um hálsinn.

Takið eftir leirkrúsinni vinstra meginn.
  Hana gerði María Mist og gaf mér í afmælisgjöf og
 plattann undir fékk ég frá hinni dóttur minni <3 <3 <3
Glasamotturnar fékk ég að gjöf frá góðri vinkonu :)







22 October 2013

Þreytta forstofan mín :/


Þrátt fyrir hve leið ég er orðin á forstofunni minni og 
langar til að breyta henni þá ætla ég að sýna ykkur hana, 
enda ágætis nýting á litlu rými.
 Svo er aldrei að vita nema ég hafi fyrir og eftir myndir....
hvenær sem það nú verður ;)
 
 Eitt það besta sem ég hef fjárfest í er þessi skógeymsla frá Ikea.
 Þetta eru tvær súlur sem eru festar frá gólfi upp í loft.
  Hægt er að raða hillum, skógrindum, skúffum, snögum og spegli á súlurnar.
 Snilldin ein :o)


 Lyklaskápurinn er kominn til ára sinna en hann er bara svooooo krúttlegur!
Ég valdi mynd úr litabók og tók í gegn með kalkipappír.
 Þá var ekkert eftir nema að mála í útlínurnar og setja króka undir.

 Upphaflega var skápur í forstofunni sem ég fjarlægði
 þar sem hann opnaðist á útidyrahurðina.
 Ég fékk mér í staðinn útdraganlega slá sem ég dreg niður
 þegar ég sæki fötin og ýti upp aftur eftir notkun. 
 Undir er ég með kommóðu fyrir húfur, vettlinga, sokka og fleira. 
Í raun mikið betri nýting heldur en þegar ég var með skáp.
Þetta fæst t.d. í H.G. Guðjónsson, Tranavogi 5.

 Tröllafætur sem ég keypti í útlöndum long time ago.
  Algört ónauðsyn en skemmtilegt skraut ;)

Hurðastoppari.
 Mér fannst ekki nógu mikil þyngsli á pokanum til að halda hurðinni,
 svo ég bætti við grjótum inn í hann. (Franskur rennilás á bak við)

 Ohhhh þessa tunnu elska ég!


 Gott að tylla sér á tunnuna til að fara í og úr skónum.
  Undir sessunni er svo hægt að geyma ýmislegt stöff.

 Sandblástursfilmur á útidyrahurðina. 
Ef breytingar verða á íbúum skipti ég um bumbu :)


01 October 2013

Minninga-rammar



 Ég keypti ramma í Ikea, en glerið er þó nokkuð frá bakinu, svo hægt er
 að raða inn í allskonar "dóti" í eins og blómum, stöfum og fl.
  Minningar til að gefa um látinn vin og/eða
 ættingja eða bara um fallega vináttu. 

 Engill vinkonu minnar <3

Annar fallegur engill sem vinkona mín missti <3
Þið sem eruð glögg hafið tekið eftir
 að nafnið Sandra er hér skrifað vitlaust.
  Ég hef lagað það. 

 Vinkona Sigrúnar dóttur minnar var svo mikið yndi.
  Söknum hennar sárt <3

 Afmælisgjöf sem ég gerði fyrir vinkonu "litlu" dóttur minnar ;)

Hljómplata sem ég átti þegar ég var 16 ára.
Gaman að þessu, enda mitt nafn hehe.
Ég hafði ritað nafn mitt á umslagið og nafn-númer,
ekki kennitölu eins og tíðgast í dag. 

En allavega þá plantaði ég þessum forngrip
 í ramma og gaf örverpinu á síðustu jólum :)








29 September 2013

Hótel Marina í gamla Slippfélagshúsinu

Ég var svo heppin að kæró bauð mér í dekur um helgina og gistum við á þessu líka flotta hóteli sem er til húsa þar sem gamla Slippfélagið var.  
Ég náði nokkrum myndum,
 en allt of fáum þar sem myndavélin mín varð batterýlaus :(
Nú er ég að drukkna í hugmyndum hehe :)

VÁVÁVÁ...þessi er flott!

Alvöru kastari og COOL!

Líka kastarar í loftinu :)

Af hverju ekki að nota tvær eða fleiri litasamsetningar?

 Uhhhh nokkrum númerum of flottur!

Töff hugmynd, en ekki að mínu skapi að hafa stærðar
ljósmynd fyrir ofan hjónarúmið mitt hóst hóst....
Svona væri ég til í að útbúa og hafa í sturtunni
 fyrir öll litlu sjampóglösin og fl.

 Sé svipað fyrir mér sem hillu undir sjónvarpi.

Ég hef alltaf verið hrifin af gömlum pottofnum.
  Langar í svona og svona og svona hahaha.

Takk ástin mín, þú kannt sko alveg að velja hótel.  Love you <3

19 September 2013

Sæti úr stórri málningafötu

Það er ógó sniðugt og þægilegt að vera með sæti í forstofu til að tilla sér á þegar maður er að koma sér í skóna.  Ég bjó til eitt slíkt úr málningafötu.

Fyrst blikkaði ég starfsmann í málningaverksmiðju
 sem seldi mér eina tóma 20 lítra fötu um 38 cm há.

Eftir að hafa grunnað með Grunnal, spreyjaði ég nokkrar umferðir með lakki.

Eftir þó nokkuð grams í efnaskúffunni minni fann ég þetta líka fína gallaefni.
  Ég lagði það ofan á lokið og penslaði yfir með Mod Podge líminu mínu góða.

 Þá fór ég aftur að gramsa og fann þessa breiðu blúndu úr teygjuefni.
  Ég hafði lengdina á efninu helmingi minni en ummál hringsins
 og hafði efnið tvöfalt svo ekki sæist í málminn í gegn.

Ég límdi blúnduna bara á brúnina.....

....en hafði laust frá annars staðar eins og myndin sýnir.

Ég er að segja ykkur það, að þar sem pláss er lítið
 eins og í litlum forstofum er svona tunna mjög "praktísk". 
 Hægt er að kaupa kringlótta litla sessu í Ikea
 og setja ofan á fötuna þannig að hún fari undir blúnduna.
   Svo er þetta líka fína geymslupláss innan í fötunni/tunnunni. 
Góða helgi öll sömul :)