22 October 2013

Þreytta forstofan mín :/


Þrátt fyrir hve leið ég er orðin á forstofunni minni og 
langar til að breyta henni þá ætla ég að sýna ykkur hana, 
enda ágætis nýting á litlu rými.
 Svo er aldrei að vita nema ég hafi fyrir og eftir myndir....
hvenær sem það nú verður ;)
 
 Eitt það besta sem ég hef fjárfest í er þessi skógeymsla frá Ikea.
 Þetta eru tvær súlur sem eru festar frá gólfi upp í loft.
  Hægt er að raða hillum, skógrindum, skúffum, snögum og spegli á súlurnar.
 Snilldin ein :o)


 Lyklaskápurinn er kominn til ára sinna en hann er bara svooooo krúttlegur!
Ég valdi mynd úr litabók og tók í gegn með kalkipappír.
 Þá var ekkert eftir nema að mála í útlínurnar og setja króka undir.

 Upphaflega var skápur í forstofunni sem ég fjarlægði
 þar sem hann opnaðist á útidyrahurðina.
 Ég fékk mér í staðinn útdraganlega slá sem ég dreg niður
 þegar ég sæki fötin og ýti upp aftur eftir notkun. 
 Undir er ég með kommóðu fyrir húfur, vettlinga, sokka og fleira. 
Í raun mikið betri nýting heldur en þegar ég var með skáp.
Þetta fæst t.d. í H.G. Guðjónsson, Tranavogi 5.

 Tröllafætur sem ég keypti í útlöndum long time ago.
  Algört ónauðsyn en skemmtilegt skraut ;)

Hurðastoppari.
 Mér fannst ekki nógu mikil þyngsli á pokanum til að halda hurðinni,
 svo ég bætti við grjótum inn í hann. (Franskur rennilás á bak við)

 Ohhhh þessa tunnu elska ég!


 Gott að tylla sér á tunnuna til að fara í og úr skónum.
  Undir sessunni er svo hægt að geyma ýmislegt stöff.

 Sandblástursfilmur á útidyrahurðina. 
Ef breytingar verða á íbúum skipti ég um bumbu :)


3 comments:

  1. Sko er þetta FYRIR ... hefði talið þetta EFTIR ... snilldin ein !!

    ReplyDelete
  2. Birna BenediktsdóttirOctober 23, 2013 at 11:18 AM

    Flott hjá þér eins og allt annað sem þú gerir Árný ! Það verður gaman að fá að sjá breytingarnar :)

    ReplyDelete