07 November 2013

Í gegn um tíðina

 

Kertagerð

Það kom mér á óvart hve auðvelt það er að búa til kerti úr kertaafgöngum.
 Ég bræddi kertastubbana í vatnsbaði og á meðan það var að bráðna límdi ég þráðinn í botninn á glerkrukku /áldós með límbyssu (passa að vaxið ofhitni ekki). Svo hellti ég vaxinu úr pottinum í könnu
 (það er gott að hafa stút, annars fer allt út um allt
 þegar hellt er beint úr pottinum).
 Til að halda þræðinum beinum á meðan vaxið storknaði í krukkunni
 setti ég einnota grillspjót ofan á glasið, eða íspinnaspýtu.
 Prófið líka að setja klaka á víð og dreif í mótin og taka svo kertin úr mótunum.
 Þá verða þau götótt og flott.
 Ég notaði engin sérhönnuð áhöld fyrir kertagerð, 
bara pott sem ég átti í skápnum :o)

Glasa-armur á sófa



 Hér pantaði ég plexigler eftir breidd armsins, bætti ca 1/2 cm við
 og hafði tvær hliðar (ca 10 cm) niður með svo bakkinn haldist á arminum.
 Síðan setti ég eitt orð með rub-on ofan á plexið og annað tók við af því
 þannig að það myndaði heilan stórann "orm" út úr öllu. 
Ef þið skoðið fyrstu stafina sem eru "engillmenningarnótt" þá eru orðin engill-illmenni-menning-menningarnótt o.s.f.v :)
 Að lokum festi ég glerplötu ofan á til að hlífa öllu við rispum með límdoppum.

Lyklar 


Á mínu heimili búa 4. hræður og lyklarnir sem við eigum eru margföld sú tala. Ég sá brilliant hugmynd um daginn að sniðugt
 væri að naglalakka lyklana sem ég og gerði. 
Nú er geymslan með einn lit, heimilið með annan lit o.s.f.v.
 Og til að toppa litagleðina setti ég glimmer yfir naglalakkið áður en það þornaði.

 Bárujárn og veggfóður

Á bak við skápinn límdi ég upp eina lengju af veggfóðri, 
setti svo bárujárn til hliðar og lét hluta af því ná yfir veggfóðrið. 
Hægt er að kaupa bárujárn eftir máli t.d. í Bykó, Húsasmiðjunni
 eða beint af framleiðanda. Margar tegundir og litir eru til.
 Mig langar líka til að benda ykkur á að ef þið finnið skáp í verslun,
 sem ykkur lýst vel á, en of fáar hillur eru í honum, 
þá er lítið mál að láta gera fyrir sig glerhillur eftir máli, 
kaupa tappa í byggingarvöruverslun og bora á þeim stað í skápnum
 þar sem þið viljið bæta við hillum.
 Þetta gerði ég í skápnum á myndinni.

Kertaglös verða kaffibollar

 Kannski á einhver svona, en þessi glös keypti ég með kertum í
 en nota núna sem kaffibolla :o)

Jóla-jóla

 Hugmynd sem ég fékk úr blaði en útfærði örlítið. 
 Flöskurnar fékk ég í Ikea, svo setti ég skrautsteina ofan í hverja flösku,
 mest í nr1. enda lengst að bíða þá o.s.f.v. 
Hengdi tölurnar á og límdi jólaskraut á flöskuna sjálfa.
 Límdi reyndar líka glimmer utan um flöskuhálsinn eftir að ég tók myndina.




2 comments:

  1. Snillingur.. þú átt fallegar hugmyndir og fallegt heimili. Það er mér sérstök ánægja að fá að fylgjast með því sem þú ert að gera og ég veit að það finnst fleirum. Takk fyrir það.

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir. Mín er ánægjan :)

    ReplyDelete