Ég gerði stór mistök!
Þannig er að fyrir allt of stuttu fékk ég mér tungusófa.
Ég veit ekki af hverju ég valdi TUNGUSÓFA!
Kommon.... þegar gestir eru þá sitjum við öll og horfum í sömu átt,
nema þegar við gerumst frökk og sitjum í sitt hvorum enda sófans með fætur upp í.
Svo eftir að hafa sannfært sjálfan mig um mistökin
þá hófst leitin að hinu fullkomna sófasetti.
Ég var með gátlista sem rassageymslurnar þurftu að standast.
Á honum stóð.....
1) Sófarnir mega ekki vera með pullum sem skríða í burtu eftir nokkra mínútna setu.
2) Sófarnir eiga að vera ljósgrárir að lit.
3) Sófarnir þurfa að vera það langir að ég gæti lagt mig í þeim,
allavega í öðrum þeirra.
4) Sófarnir þurfa að vera með pullum sem hægt er að snúa við og þvo í þvottavél.
5) Sófarnir mega alls ekki kosta handlegg eða aðra útlimi.
Leitin stóð ekki lengi yfir.
Lissabon frá Ilva varð fyrir valinu :)
Fallegt og slitsterk efni,
en ég legg mikið upp úr því af sárri reynslu.
En breytingar kalla á aðrar breytingar.
T.d. var ég komin með autt horn sem öskraði á lítið borð!
Ég var nú ekki lengi að redda því hehe:)
Bakkaborð + stór klukka frá Ikea =
Klukkuborð!
Þessi hilla var á bak við tungusófann "gamla".
Hún var svört og alls ekki að falla í kramið.
Ég átti til einnota dúk frá Ilva sem ég límdi ofan á hilluna.
Þá tónaði hún betur í kósýhorninu ;)
Ég er svo heppin að kærasti minn fattar vel minn smekk á skrauti :)
Það er hann sem færði mér prófílinn og apana <3
Langa styttan er öldruð.
Luktin er ný lína frá Ikea og selst hratt upp enda undurfögur.
Sérstaka ljósið frá versluninni Egg sem var og hét,
kemur vel út í horninu.
Júbb þetta var pottþétt málið.
Tungusófi out, sófasett inn!