27 November 2014

Punkturinn yfir I-ið á DIY bakka


Háir kertastjakar bæsaðir svartir

Sko......
ég átti leið í Söstrene Grene fyrir nokkrum vikum og sá þar kertastjaka. 
Ekkert sérstaka nema fyrir hvað lögunin er falleg.
Ég sá þá alveg fyrir mér svarta svo auðvitað fóru þeir heim með mér :)

Við tók ekkert flókið ferli.
Bæs átti ég til í skápnum og vax sem ég bar yfir eftir tvær umferðir.


Hér eru þeir komnir á DIY bakkann sem ég hef áður sýnt ykkur.
Við uppröðun á bakka finnst mér alltaf fallegt
 að hafa eitthvað hátt með lágum skrautmunum. 
Ég er alveg að elska kertakúpulinn sem er líka þarna,
 lýsingin er alveg ómótstæðileg freisting fyrir augað
 þegar kveikt er á sprittkertinu undir. 


 

24 November 2014

Herbergi unglingsins


Herbergi unglingsins tekur reglulega breytingum og þá yfirleitt að hennar ósk :)

Stórsniðugt.....já eða ekki! 
Fékk þennan í versluninni Innlit og var hugsunin að setja teppi
 og eitthvað af fötum ofaní,svona rétt áður en gengið er frá. 
 En málið er að áður en maður veit af þá tæmast skáparnir ofan í pokann hehe :)

 Þennan barstól fékk ég á 1000 kr í 
Góða Hirðinum.  Ég klippti til gæru og festi ofan á.

 Skápur sem ég hef átt í mörg ár og fæst í Ilva.


Tóti Trúður.

Hluti af bangsasafni ofan á skápnum.

Flott uppröðun hjá stelpunni :)


Fata fyrir ýmsa smáhluti :)

Það er svo sætt að setja fallega hluti undir glerhatt.
Fæst í Ikea.

Lítið bretti sem ég pússaði, málaði svart og penslaði þessa fallegu
 setningu á sem þýðir "ég elska þig Maja Býfluga".
Bakkan gerði ég sem og skermana tvo sem ég hef sýnt ykkur hér áður.
Náttborð táningsins :)

Þessa blýantsteikningu rammaði ég inn og gaf Mistinni ;)

Önnur blýantsteikning af Mistinni sjálfri sem var teiknuð á Spáni.

 
Brúða á stærð við 1.árs barn sem ég bjó til 
og klæddi í föt af Maríu Mist.

Hljómplata og umslag sem ég átti frá þvi ég var um 15 ára gömul 
eða þegar maður átti nafnnúmer, ekki kennitölu hehe.
Ég klippti umslagið í parta og límdi í ramma frá Ikea ásamt plötunni.  
Gjöf til Maríu Mistar frá mér í fyrra :)

Það dugar ekkert minna en 140 cm rúm fyrir púða og bangsa ;)

 Púðann lengst frá gerði Sunna snillingur sem er móðir vinkonu Maríu Mistar.
Fyrir framan hann eru verk eftir mig (fíllinn og púðinn undir honum).
Monroe-púðinn er áprentaður hér á landi.






19 November 2014

DIY púðar úr gömlum buxum, peysu og pilsi


Held ég hafi aldrei farið eins oft í Kolaportið og Rauðakross-búðir og undanfarnar vikur.
En leit mín bar árangur og ætla ég að sýna ykkur brot af því sem
 ég hef verið að bralla og bæti svo inn því sem seinna verður gert.

Þessar sparibuxur voru falar fyrir heilar 500 kr!

Það eina sem ég gerði var að halda faldinum og loka fyrir hinn endann,
 bjó til einhverskonar vasa :)
Ég notaði báðar skálmarnar en hafði þær mislangar. 

Svo klæddi ég púðann í aðra skálmina.....

....og hina skálmina yfir þá fyrri. 

Skreytti með tölum og málið dautt!

En þar sem enn var afgangur af buxunum þá bjó ég til tvo púða :)



Í Kolaportinu fann ég hneppta peysu (gollu) sem kostaði líka heilar 500 kr!
 Því miður gleymdi ég að taka mynd af henni before.
Eftir miklar pælingar ákvað ég að stroffið væri
 fallegast til að hafa sem front á púðanum.
Ég saumaði púðann þannig að engir saumar sjáist og
 enginn er rennilásinn, heldur hef ég gert nokkurs konar "vasa", 
þannig að efnið undir stroffinu nær út á enda og stroffið fer svo yfir.


 Fyrir möööörgum árum keypti ég mér vandað pils.
 En eitthvað hefur mér þótt gott að borða eða pilsið minnkað.
 Allavega hef ég ekki passað í það alltof lengi.  

 En af einhverjum ástæðum þá geymdi ég það,
 sem ég er annars ekki vön að gera

Ég klippti það í sundur, og saumaði saman
þannig að ein lengja myndaðist.

Á bakhlið púðans saumaði ég "vasa".
Þar kom ég tróðinu fyrir sem ég keypti í Góða Hirðinum á 100 kall.
 Fallegur....ekki satt?