Herbergi unglingsins tekur reglulega breytingum og þá yfirleitt að hennar ósk :)
Stórsniðugt.....já eða ekki!
Fékk þennan í versluninni Innlit og var hugsunin að setja teppi
og eitthvað af fötum ofaní,svona rétt áður en gengið er frá.
En málið er að áður en maður veit af þá tæmast skáparnir ofan í pokann hehe :)
Þennan barstól fékk ég á 1000 kr í
Góða Hirðinum. Ég klippti til gæru og festi ofan á.
Skápur sem ég hef átt í mörg ár og fæst í Ilva.
Tóti Trúður.
Hluti af bangsasafni ofan á skápnum.
Flott uppröðun hjá stelpunni :)
Fata fyrir ýmsa smáhluti :)
Það er svo sætt að setja fallega hluti undir glerhatt.
Fæst í Ikea.
Lítið bretti sem ég pússaði, málaði svart og penslaði þessa fallegu
setningu á sem þýðir "ég elska þig Maja Býfluga".
Bakkan gerði ég sem og skermana tvo sem ég hef sýnt ykkur hér áður.
Náttborð táningsins :)
Þessa blýantsteikningu rammaði ég inn og gaf Mistinni ;)
Önnur blýantsteikning af Mistinni sjálfri sem var teiknuð á Spáni.
Brúða á stærð við 1.árs barn sem ég bjó til
og klæddi í föt af Maríu Mist.
Hljómplata og umslag sem ég átti frá þvi ég var um 15 ára gömul
eða þegar maður átti nafnnúmer, ekki kennitölu hehe.
Ég klippti umslagið í parta og límdi í ramma frá Ikea ásamt plötunni.
Gjöf til Maríu Mistar frá mér í fyrra :)
Það dugar ekkert minna en 140 cm rúm fyrir púða og bangsa ;)
Púðann lengst frá gerði Sunna snillingur sem er móðir vinkonu Maríu Mistar.
Fyrir framan hann eru verk eftir mig (fíllinn og púðinn undir honum).
Monroe-púðinn er áprentaður hér á landi.