29 September 2013

Hótel Marina í gamla Slippfélagshúsinu

Ég var svo heppin að kæró bauð mér í dekur um helgina og gistum við á þessu líka flotta hóteli sem er til húsa þar sem gamla Slippfélagið var.  
Ég náði nokkrum myndum,
 en allt of fáum þar sem myndavélin mín varð batterýlaus :(
Nú er ég að drukkna í hugmyndum hehe :)

VÁVÁVÁ...þessi er flott!

Alvöru kastari og COOL!

Líka kastarar í loftinu :)

Af hverju ekki að nota tvær eða fleiri litasamsetningar?

 Uhhhh nokkrum númerum of flottur!

Töff hugmynd, en ekki að mínu skapi að hafa stærðar
ljósmynd fyrir ofan hjónarúmið mitt hóst hóst....
Svona væri ég til í að útbúa og hafa í sturtunni
 fyrir öll litlu sjampóglösin og fl.

 Sé svipað fyrir mér sem hillu undir sjónvarpi.

Ég hef alltaf verið hrifin af gömlum pottofnum.
  Langar í svona og svona og svona hahaha.

Takk ástin mín, þú kannt sko alveg að velja hótel.  Love you <3

19 September 2013

Sæti úr stórri málningafötu

Það er ógó sniðugt og þægilegt að vera með sæti í forstofu til að tilla sér á þegar maður er að koma sér í skóna.  Ég bjó til eitt slíkt úr málningafötu.

Fyrst blikkaði ég starfsmann í málningaverksmiðju
 sem seldi mér eina tóma 20 lítra fötu um 38 cm há.

Eftir að hafa grunnað með Grunnal, spreyjaði ég nokkrar umferðir með lakki.

Eftir þó nokkuð grams í efnaskúffunni minni fann ég þetta líka fína gallaefni.
  Ég lagði það ofan á lokið og penslaði yfir með Mod Podge líminu mínu góða.

 Þá fór ég aftur að gramsa og fann þessa breiðu blúndu úr teygjuefni.
  Ég hafði lengdina á efninu helmingi minni en ummál hringsins
 og hafði efnið tvöfalt svo ekki sæist í málminn í gegn.

Ég límdi blúnduna bara á brúnina.....

....en hafði laust frá annars staðar eins og myndin sýnir.

Ég er að segja ykkur það, að þar sem pláss er lítið
 eins og í litlum forstofum er svona tunna mjög "praktísk". 
 Hægt er að kaupa kringlótta litla sessu í Ikea
 og setja ofan á fötuna þannig að hún fari undir blúnduna.
   Svo er þetta líka fína geymslupláss innan í fötunni/tunnunni. 
Góða helgi öll sömul :)





17 September 2013

Sápugerð


Ég og María Mist mín ákváðum að búa til okkar eigin sápur, svo við hentum okkur bara út í djúpu laugina, sem reyndist grunn eftir allt saman :)

Allt sem þarf er silicon mót, sápuvax (Föndra), ilmdropa (Föndra),
 matarliti, smákökumót, hnífur og bretti.

Fyrst þarf að skera sápuna í stykki...

....svo lengjur...

...og teninga.

Teningarnir settir í könnu sem þolir örbylgjuofn.

Hitið á fullum styrk í örfáar sekúndur eða
 þar til þeir bráðna, alls ekki of lengi.

Maturlitur bættur út í og svo....

 ...ilmefni.  Við völdum appelsínulykt :)

Hellið svo í mót,
 helst silicon því það er svo þægilegt að ná sápunni úr því.
Hafið í þeirri þykkt sem þið viljið.

Inn í frysti í nokkrar mín, bara ekki of lengi
 því þið þurfið að geta þrykkt í gegn með smákökumóti.

Hér er sápan komin úr forminu og þá...

...var bara að þrykkja mótinu í gegn.

Svo krúttlegt hjá okkur :)




12 September 2013

Gamlir kertastjakar lifna við


Komið þið sæl og blessuð og gleðilegt haust!

Ég er ekkert sérstaklega hrifin af gömlu dóti.
Samt tel ég mig hafa auga fyrir því sem hægt er að gera við gamalt,
 sérstaklega ef málning, penslar og efni koma þar við sögu.

Þetta var nýjasta fórnarlambið mitt, gamall kertastjaki....reyndar tveir.

Fyrsta verkið mitt var að grunna þá með pensli og dumpa yfir á
 meðan allt var blautt til að afmá penslaför.

Búin að grunna báða svo næst var bara að mála yfir.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég spreyjað, en ég tímdi því ekki
 enda kostar einn brúsi um 1700 kr og upp úr og ég
hefði kannski ekki not fyrir hann aftur svo ......

....ég notaði það sem til var í geymslunni, svart matt lakk frá DecoMax.
  Sama aðferð og með grunninn, fyrst pensla og svo nota svamp.



Er ég bara ekki alveg meðetta?
Allavega er ég rosa sátt og maður sér varla muninn á spreyjað eða málað :)