Það hefur margt breyst heima hjá mér að undanförnu
þó ég hafi ekki sett það inn á vefinn í allt of langan tíma.
Eitt er að ég reif 3ja ára gamla filmu af eldhúsinnréttingunni minni
fyrir filmu sem ég pantaði í Enso í Skeifunni.
Ástæðan?
Jahhh þið sjáið kannski á myndunum af hverju ég féll fyrir look-inu!
Ég pússaði upp kantana á hliðunum, bæsaði svarta og lakkaði yfir,
(voru beykikantar áður).
Lítill sem enginn munur á filmunni eða ekta viði, nema þá verðið.
Í heildina kostaði þetta mig 16.000 kr!
Í heildina kostaði þetta mig 16.000 kr!
Hér er ein mynd sem sýnir það og líka að ég límdi eina rönd á hillurnar.
Veggfóður á milli hæða sem hefur b.t.w. dugað í þrjú ár!
Sést ekki vel á myndinni en uppþvottavélin fékk líka filmubút framan á sig.
Bless í bili, kem með meira fljótlega :)
No comments:
Post a Comment