20 March 2014

Nýuppgerð forstofa

Jæja, ég lét loksins verða að því að breyta forstofunni! 
Það var ekki alveg átakalaust að byrja skal ég segja ykkur. 
 Það er nefnilega þannig að þegar íbúðin er ekki stór sem maður býr í, 
þá er svo mikil röskun að taka allt úr einu herbergi og finna pláss
 fyrir dótið annars staðar á meðan á breytingum stendur. 
 En þegar sonurinn fór að heiman í viku þá  dreif ég mig í breytingarnar 
og skil bara ekkert í sjálfri mér að hafa ekki gert það miklu fyrr hehe :)

 Ein svona "fyrir" mynd.
  Þessar hillur gengdu því hlutverki að vera skóhillur
 í MÖRG ár og voru orðnar ansi þreyttar.

 Þá var ekkert annað í stöðunni en að taka þær niður
og fékk ég dygga aðstoð frá Tuma mínum.

 Eins og sjá má var alveg kominn tíma á að mála!

Hér er ein umferð búin. 
Ég valdi gráan lit frá Slippfélaginu í gljáa 20, 
enda þurfa veggirnir að þola mikið álag í forstofu...

.... og hér eru tvær umferðir búnar.

 Ég keypi skóskáp í Ikea  http://www.ikea.is/products/12011,
 skellti honum saman og festi við vegginn.

Skápurin er með tvöföldum hillum í hverri skúffu,
 sem er snilldin ein.

En til að geta nýtt plássið undir skápnum fyrir skó,
 þá setti ég aðra fætur en þeir sem fylgja, þ.e.a.s hærri.

Munið þið þegar ég auglýsti eftir litlum Lack hillum?  
Ég var svo heppin að nokkrir höfðu samband við mig 
og fékk ég stk.á 300 kr. í stað 1290 kr. í Ikea.

Hillurnar fengu pláss við hliðina á nýja flotta skápnum.

 Ég límdi skrautlímband frá Ikea efst á hverja hillu.
Bara svona einfalt gerir rosa mikið ;)

 Ég nýtti spegilinn sem til var, með því að nota hann
 sem skilrúm á milli yfirhafna og skóa.
  Eins og sjá má þá snýr bakhlið spegilsins að skónum. 


 Þegar ég var í Hagkaup um daginn, rataði í körfuna mína diskamotta.
  Klippti ég hana niður og festi efst á skilrúmið.


Fallega ættartréð mitt komið á sinn stað.....

og sæta bláa öndin frá Tiger fékk hlutverk.

Kertastjakarnir sem ég og Kristján keyptum í London
eru nú uppá skóskápnum og líka......

.....þessi kertastjaki sem fæst í Hagkaup.
Allt fékk sinn stað :)

Þá er heildin svona.

Takið eftir stönginni. 
 Hún er frá fyrri samstæðunni en á hana festi
ég nokkra snaga fyrir hangandi yfirhafnir.

 Á sínum tíma var flísalagt upp að skáp sem hér var. 
Til að fá allt jafn hátt þurfti ég að steypa í rýmið,
en ofan á setti ég mottu og þar ofan á kommóðu.

Mottan er alveg extra löng og nær yfir forstofuna þverlanga.

Steinakallinn sem ég fékk í 45 ára afmælisgjöf húkir útí horni.

Skipti út gamla ljósakúplinum út fyrir þennan kastara
 og er mega ánægð með lýsinguna :)

Ég ákvað að nota áfram þetta hengi í skotinu.
Togað er í stöngina til að fá herðatrén niður.


Ný hvít kommóða í stað þeirra gömlu
sem var viðarlituð með lúnum skúffum.

 Langur hvítur spegill sem er ómissandi í forstofu :)

Séð inn í skotið.

Tunnusætið góða frá Ilva með geymsluplássi undir setunni.

FINISH!




1 comment:

  1. Tæææær snilld... Sumir hafa þetta ekki í sér, eins og ég, verðmætt að fá hugmndir frá þér. Takk :)

    ReplyDelete