28 October 2013

Krúttlegir kertastjakar

Ég geri það alltof sjaldan að fara Laugaveginn....því miður :(  
Ég breytti þó út af vana mínum um daginn og sá þá skemmtilega verslun
 sem heitir Fakó og er á Laugavegi 37.
  Og þar freistaðist ég aðeins úbbbbsss! 
  Ég sem sagt fjárfesti í þremur litlum flöskum. 
 Hehe engin stórkaup svo sem, enda kostaðu þær sama og ekkert.  

 Það sem ég gerði svo var að kaupa límmiða af englum í A4
 og einn metra af borða.  

Ég fyllti flöskurnar af skrautsteinum sem ég fann í Ilvu.
Límdi myndirnar á flöskurnar og batt borðana um hálsinn.

Takið eftir leirkrúsinni vinstra meginn.
  Hana gerði María Mist og gaf mér í afmælisgjöf og
 plattann undir fékk ég frá hinni dóttur minni <3 <3 <3
Glasamotturnar fékk ég að gjöf frá góðri vinkonu :)







22 October 2013

Þreytta forstofan mín :/


Þrátt fyrir hve leið ég er orðin á forstofunni minni og 
langar til að breyta henni þá ætla ég að sýna ykkur hana, 
enda ágætis nýting á litlu rými.
 Svo er aldrei að vita nema ég hafi fyrir og eftir myndir....
hvenær sem það nú verður ;)
 
 Eitt það besta sem ég hef fjárfest í er þessi skógeymsla frá Ikea.
 Þetta eru tvær súlur sem eru festar frá gólfi upp í loft.
  Hægt er að raða hillum, skógrindum, skúffum, snögum og spegli á súlurnar.
 Snilldin ein :o)


 Lyklaskápurinn er kominn til ára sinna en hann er bara svooooo krúttlegur!
Ég valdi mynd úr litabók og tók í gegn með kalkipappír.
 Þá var ekkert eftir nema að mála í útlínurnar og setja króka undir.

 Upphaflega var skápur í forstofunni sem ég fjarlægði
 þar sem hann opnaðist á útidyrahurðina.
 Ég fékk mér í staðinn útdraganlega slá sem ég dreg niður
 þegar ég sæki fötin og ýti upp aftur eftir notkun. 
 Undir er ég með kommóðu fyrir húfur, vettlinga, sokka og fleira. 
Í raun mikið betri nýting heldur en þegar ég var með skáp.
Þetta fæst t.d. í H.G. Guðjónsson, Tranavogi 5.

 Tröllafætur sem ég keypti í útlöndum long time ago.
  Algört ónauðsyn en skemmtilegt skraut ;)

Hurðastoppari.
 Mér fannst ekki nógu mikil þyngsli á pokanum til að halda hurðinni,
 svo ég bætti við grjótum inn í hann. (Franskur rennilás á bak við)

 Ohhhh þessa tunnu elska ég!


 Gott að tylla sér á tunnuna til að fara í og úr skónum.
  Undir sessunni er svo hægt að geyma ýmislegt stöff.

 Sandblástursfilmur á útidyrahurðina. 
Ef breytingar verða á íbúum skipti ég um bumbu :)


01 October 2013

Minninga-rammar



 Ég keypti ramma í Ikea, en glerið er þó nokkuð frá bakinu, svo hægt er
 að raða inn í allskonar "dóti" í eins og blómum, stöfum og fl.
  Minningar til að gefa um látinn vin og/eða
 ættingja eða bara um fallega vináttu. 

 Engill vinkonu minnar <3

Annar fallegur engill sem vinkona mín missti <3
Þið sem eruð glögg hafið tekið eftir
 að nafnið Sandra er hér skrifað vitlaust.
  Ég hef lagað það. 

 Vinkona Sigrúnar dóttur minnar var svo mikið yndi.
  Söknum hennar sárt <3

 Afmælisgjöf sem ég gerði fyrir vinkonu "litlu" dóttur minnar ;)

Hljómplata sem ég átti þegar ég var 16 ára.
Gaman að þessu, enda mitt nafn hehe.
Ég hafði ritað nafn mitt á umslagið og nafn-númer,
ekki kennitölu eins og tíðgast í dag. 

En allavega þá plantaði ég þessum forngrip
 í ramma og gaf örverpinu á síðustu jólum :)