Ég geri það alltof sjaldan að fara Laugaveginn....því miður :(
Ég breytti þó út af vana mínum um daginn og sá þá skemmtilega verslun
sem heitir Fakó og er á Laugavegi 37.
Og þar freistaðist ég aðeins úbbbbsss!
Ég sem sagt fjárfesti í þremur litlum flöskum.
Hehe engin stórkaup svo sem, enda kostaðu þær sama og ekkert.
Það sem ég gerði svo var að kaupa límmiða af englum í A4
og einn metra af borða.
Ég fyllti flöskurnar af skrautsteinum sem ég fann í Ilvu.
Límdi myndirnar á flöskurnar og batt borðana um hálsinn.
Takið eftir leirkrúsinni vinstra meginn.
Hana gerði María Mist og gaf mér í afmælisgjöf og
plattann undir fékk ég frá hinni dóttur minni <3 <3 <3
Glasamotturnar fékk ég að gjöf frá góðri vinkonu :)