Þegar ég breytti í stofunni (fyrir löngu síðan) OG fékk mér nýja sófa
vantaði allsvakalega eitthvað lítið borð í hornið.
Borðið beið mín í Ikea en það var alltaf eitthvað sem pirraði mig þegar ég plantaði því í hornið....
ég fann ekki punktinn yfir i-ið!
Stundum borgar sig að hætta öllum pælingum og lausnin blasir við manni alveg óvænt!
Það kemur yfir mig einhver sköpunarárátta þegar ég fer í bústað
eins skrítið og það hljómar og þá sérstaklega ef veðrið er ekki upp á marga fiska!
Þá var bara að hefjast handa :)
Slatti af cementi blandað saman við vatn og hrært þar til allir kekkir hverfa.
Bakkinn klæddur með plastpoka
og passaði að hafa hann ekki slettann til að fá "rákir"
Fyllti bakkann af steypunni og leyfði því að þorna yfir nótt.
Endurtók leikinn og beið.
Borðplöturnar eru tvær svo þolinmæðin var minn vinur þarna :)
Kellan sátt með útkomuna!
Lakkað yfir með lakki og mátað heima.
Efri platan.....
....og sú neðri :)
Og fyrst ég var byrjuð þá henti ég steypu í nokkur egg.
En nú er míns komin í gírinn þar sem sonurinn var að fá íbúð
og mamman fær að láta sköpunargleði sína ráða ríkjum.
Fylgist með :)